Sjávargrund 10, Garðabær


TegundFjölbýlishús Stærð113.70 m2 3Herbergi 1Baðherbergi Sameiginlegur

*** Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun***

Fjölhús fasteignasala kynnir fallega þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð við Sjávargrund 10, á góðum stað í Garðabæ.

Um er að ræða mjög fallega og mikið endurnýjaða þriggja herbergja íbúð á jarðhæð. Birt fermetratala eignar er skráð 113,7  að flatarmáli, þar af bílgeymsla og 21,3 fm sér geymsla í kjallara.
 
Íbúðin skiptist í hol, tvö rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, eldhús, borðstofu og stofu. Úr stofu er gengið út á sér hellulagðan sólpall með skjólveggjum. 

Eignin var endurnýjuð 2015 á vandaðan hátt, allar innréttingar frá Fríform og gólfefni frá Birgisson. 

Lýsing eignar:
Gengið er inn á parketlagt hol Eldhús með fallegri innréttingu, helluborð og innbyggður ofn. Borðstofa og stofa í björtu og opnu rými með útgengi út á góða sér verönd, af verönd en gengt í stóran sameiginlegan og mjög barnvænan inngarð.
Svefnherbergin eru tvö, gott hjónaherbergi með innbyggðum fataskápum og rúmgott barnaherbergi með fataskáp.  Gólf á opnu rými og svefnherbegjum er með nýlegu parketi frá Birgison.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, sturta með gleri og falleg innrétting og skápar frá Fríform. Þvottahús rúmgott og flísalagt. Mjög stór sér geymsla íbúðar er inn af merktu bílastæði í kjallara. Í bílakjallara er einnig sameiginleg hjóla og vagnageymsla.

Eignin hefur öll verið endurnýjuð á mjög smekklegan hátt, innréttingar, skápar, baðherbergi, gólfefni o. fl. var endurnýjað árið 2015.

Nánari upplýsingar veita: Guðbjörg Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali. gudbjorg@fjolhus.is, gsm: 899 5533 og Thelma Víglundsdóttir löggiltur fasteignasali, thelma@fjolhus.is, gsm: 860 4700

www.fjolhus.is  Sími 511 1020

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa:
Stimpilgjald: Kaupandi greiðir stimpilgjald af kaupsamningi, einstaklingar greiða 0,8 % af fasteignamati, sé um að ræða fyrstu eign greiða kaupendur 0,4% af fasteignamati. Lögaðilar greiða 1,6% af fasteignamati.
Þinglýsingarkostnaður: kr. 2000,- af hverju skjal sem þinglýst er, í samræmi við verðskrá sýslumanns.
Þjónustu og umsýslugjald Umsýsluþóknun til fasteignasölu í samræmi við verðskrá.
Ofangreind gjöld greiðir kaupandi við undirritun kaupsamnings
Lántökugjald:  Lántökugjald er fast gjald, innheimt af lánastofnun. upplýsingar um lántökugjald má finna á heimasíðum lánastofnanna.
 

í vinnslu